Tunnuskipti - Græna tunnan

skrifað 25. apr 2014
Ný græn tunna kemur innan skamms.Ný græn tunna kemur innan skamms.

Margir hafa undanfarna daga undrað sig á því hvers vegna græna tunnan er horfin við íbúðarhús bæjarbúa.

Á því eru skýringar !

Breytingar verða á sorphirðunni í Hveragerði frá og með 1. maí en þá tekur nýtt fyrirtæki, Gámaþjónustan við að þjónusta bæjarfélagið í stað Íslenska gámafélagsins sem hefur séð um að hirða sorpið síðustu ár.

Vegna þessa þarf að skipta út endurvinnslutunninni (grænu) og þeirri lífrænu (brúnu).

Íslenska gámafélagið tekur sínar tunnur og Gámaþjónustan kemur með sínar. Þetta er nokkuð stórt verkefni og búast má við að einhverjar tunnur vanti í vonandi mjög stuttan tíma.

Ef dráttur verður á að nýjar tunnur skili sér þá endilega látið vita á mottaka@hveragerdi.is, en að sjálfsögðu vonum við að skiptin gangi vel fyrir sig.

Ari, umhverfisfulltrúi