Tröllvaxnir urriðar í Varmá

skrifað 31. júl 2012
ReykjafossReykjafoss

Óhætt er að segja að veiði í Varmá sé með ólíkindum og nú veiðast þar tröllvaxnir urriðar sem vekja veiðimönnum mikla gleði.

Eftirfarandi frétt er af vef Stangveiðifélags Reykjavíkur, www.svfr.is.

Tröllvaxnir urriðar Varmár

Í vor komu til landsins starfsmenn Simms veiðivöruframleiðandans til að kynna vörur sínar. Þeir notuðu tækifærið og reyndu við tröllvaxna urriða á bökkum Varmár.

Veiðiferðin var mynduð í bak og fyrir. Fyrst og fremst var kastað fyrir staðbundinn urriða þar sem að megnið af sjóbirtingnum var genginn niður, enda komið fram í júnímánuð.

Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi lentu þeir í uppgripum og lönduðu urriðum sem voru 10-12 pund!!.

Hægt er að smella hér til að sjá ævintýri erlendu veiðimannana.