Tónlist á Blómstrandi dögum

skrifað 13. ágú 2014
byrjar 14. ágú 2014
 
Brynhildur og Berþór með tónleika á sunnudagskvöld klBrynhildur og Berþór með tónleika á sunnudagskvöld kl

Fimmtudaginn 14. ágúst

21:00 Café Rose

Þorsteinn Guðmundsson og (leyni)gestir hans halda uppistands/upplestrar- og tónlistarkvöld.
Hinir gríðarefnilegu sunnlensku uppistandendur Salómon Smári Óskarsson og Helgi Jónsson munu hita upp.
Mætið tímanlega.
Aðgangur ókeypis.
18 ára aldurstakmark.

Föstudaginn 15. ágúst

21:00 Hljómsveitin Ylja í Hveragerðiskirkju

Tónleikar með hljómsveitinni Ylju sem hefur verið ein vinsælasta hljómsveit landsins og vakið mikla athygli fyrir grípandi, fjölbreyttar og spennandi lagasmíðar og frábæran flutning.
Aðgangseyrir 1500kr.

23:00 Café Rose

Rokkararnir Matti Matt og Pétur Örn sjá um fjörið.

Laugardaginn 16. ágúst

kl. 15:30 Rokk í Eden, Pétur Örn og Magni

Lystigarður/Fossflöt

Kl. 16:00 Fjölskylduskemmtun með Hljómlistarfélagi Hveragerðis. Norðurlandamót í limbó.
Kl. 17:00 Landsliðshópur í fimleikum sýnir listir sínar.
Kl. 17:20 Leikur hljómsveitin Lucy in Blue sem var valin blúsaðasta bandið í Músíktilraunum 2014.

21:30 Lystigarður/Fossflöt

Brenna og brekkusöngur með Ingó Veðurguð ásamt veglegri flugeldasýningu.

23:30 – 03:00 Hótel Örk

Blómadansleikur fyrir 20 ára og eldri, Stuðlabandið leikur fyrir dansi.

23:00 Café Rose

Lifandi tónlist og bullandi stuð.

Sunnudaginn 17. ágúst

17:00 Listasafn Árnesinga

Tónleikar með Valgeiri Guðjónsyni.

20:00 Hveragerðiskirkja

Bergþór Pálsson og Brynhildur Guðjónsdóttir syngja vel þekkta franska slagara við undirleik Kjartans Valdemarssonar.
Bergþór þekkja allir en Brynhildur sló í gegn sem Edith Piaf í samnefndum söngleik í Þjóðleikhúsinu.
Aðgangseyrir kr. 1500. Miðasala á http://midi.is/

Þorsteinn er með uppistand fimmtudag kl 21 á Café RoseHljómsveitin Ylja  með tónleika á föstudagskvöld klStrákarnir í Lucy in blueValgeir er með tónleika í Listasafni Árnesinga sunnudag kl 17