Tilkynning um malbikunarvinnu í Hveragerði

skrifað 09. júl 2019
Malbiksframkvæmdir 2019

Framkvæmdir eru að hefjast við malbikun í Hveragerði.

Á morgun, 10. júlí, verður byrjað í Breiðumörk (Gossabrekku), Þelamörk milli Breiðumerkur og Reykjamerkur, og gatnamótum við Sunnumörk.
Síðar verður auglýst um malbikun í Heiðmörk, gatnamóta við Grænumörk og Þelamörk og malbikun göngustíga.

Sjá staðsetningu framkvæmda á meðfylgjandi yfirlitsmynd.

Byggingafulltrúinn í Hveragerði.