Tilkynning um framkvæmdir við hitaveitulögn í Þelamörk

skrifað 30. apr 2019
byrjar 15. jún 2019
 

Hafnar eru framkvæmdir hjá Veitum við nýja hitaveitulögn í Þelamörk, byrjað verður við Reykjamörk og endað við Þelamörk 53. Áætlaður verktími er einn og hálfur mánuður, Árni Steindórsson hjá Sportþjónustunni sér um framkvæmdina.

Veitur hafa sent tilkynningu um framkvæmdina í öll hús við framkvæmdarsvæðið.

Byggingafulltrúinn í Hveragerði.