Ríflega þúsund bresk skólabörn í Sunnumörk

skrifað 05. feb 2015
Skólahópar flykkjast í HveragarðinnSkólahópar flykkjast í Hveragarðinn

Á næstu dögum verður nóg að gera hjá starfsfólki Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands en von er á yfir rúmlega þúsund breskum skólakrökkum sem munu heimsækja Hveragarðinn og jarðskjálftaherminn í Sunnumörk. En rétt tæplega 1.200 ungmenni hafa bókað heimsókn í Hveragarðinn og um 1.250 í jarðskjálftahermninn

Fjörið byrjar 11. febrúar og stendur í 2 vikur og svo aftur í vikunni fyrir páska og fram yfir hátíðirnar.

Allir þessir krakkar munu fá egg sem soðin eru í heita læknum í Hveragarðinum og nýbakað rúgbrauð sem bakað er þar í nýjum gufupotti. Þar á eftir fara þau í herminn og fá að upplifa jarðskjálfta.

Þetta eru allt hópar sem fyrirfram hafa bókað en von eru á fleirum hópum sem hafa ekki bókað.

Hvergerðingar gætu því átt von á að heyra mikil öskur í Sunnumörkinni og að stórar rútur fari um bæinn á meðan á þessu stendur.

Sigurdís og Ívar bíða eftir hópunumEggjasuðan er alltaf vinsælNýr brauðpottur í Hveragarðinum