Þórhallur í bæjarstjórn

skrifað 18. nóv 2014
Þórhallur Einisson - D-listaÞórhallur Einisson - D-lista

Á fundi bæjarstjórnar þann 13. nóvember sl. var tekið til afgreiðslu bréf frá Ninnu Sif Svavarsdóttur þar sem hún óskar eftir leyfi frá bæjarstjórn frá og með fundi hennar í nóvember og til loka aprílmánaðar vegna fæðingarorlofs.

Fulltrúi í bæjarstjórn í leyfi Ninnu Sifjar er Þórhallur Einisson og fyrsti varamaður er Friðrik Sigurbjörnsson.

Bæjarstjórn samþykkti ennfremur að varaforseti bæjarstjórnar verði Unnur Þormóðsdóttir og varamaður í bæjarráði verði Þórhallur Einisson.

Það er gaman að geta þess að þeim Ninnu Sif og Daða fæddist sonur þann 15. nóvember og óskum við þeim og stoltum systkinum innilega til hamingju með myndarlega unga manninn.