Þátturinn "Að sunnan" fer í loftið í kvöld

skrifað 21. jan 2015

Fyrsti þátturinn "Að sunnan" fer í loftið í kvöld kl. 18:30 á sjónvarpsstöðinni N4.

Í þættinum ferðast sjónvarpsmenn um Suðurland frá Hveragerði að Höfn og heimsækja íbúa við störf og leik.

Framundan eru 24 þættir , stútfullir af skemmtilegu og fróðlegu efni af svæðinu og eru Margrét Blöndal og Sighvatur Jónsson með ermarnar uppbrettar og tilbúin til að ferðast vítt og breitt um Suðurland í enn frekari efnisleit og tökur

Þættirnir eru samstarfsverkefni sveitarfélaga á Suðurlandi og N4 og hafa nú þegar 12 sveitarfélög af 15 ákveðið að taka þátt í verkefninu.

Er það von bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar að jákvæð umfjöllun um það fjölbreytta mannlíf sem ríkir í landshlutanum muni vekja athygli og verða til framdráttar fyrir framtíðar uppbyggingu á svæðinu.

Skoðið endilega kynninguna á fyrsta þættinum. Hann lofar góðu.

https://www.facebook.com/video.php?v=928633240480438&set=vb.207787725898330&type=2&theater