Þakkir vegna Blóma í bæ

Í upphafi fundar bæjarráðs þann 3. júlí var eftirfarandi bókað:
Öllum þeim sem komu að Garðyrkju- og blómasýningunni Blóm í bæ eru færðar sérstakar þakkir fyrir einstaklega vel unnin störf. Öllum þeim fjölmörgu sem gáfu vörur, þjónustu, gistirými og annað er einnig þakkað þeirra framlag. Samtakamáttur fjölmargra gerir sýningu sem þessa mögulega. Sýningin tókst með eindæmum vel, veðurguðirnir voru okkur hliðhollir og setti það mark sitt á sýningardagana. Allur undirbúningur var í góðum farvegi og erlendir gestir okkar í LandArt verkefni og innlendir sem erlendir blómaskreytar settu sem fyrr ómetanlegan svip á sýninguna. Fyrir þetta allt þakkar bæjarráð af heilum hug.
Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Ösp Vilberg Baldursdóttir tók um helgina.
fleiri fréttir
-
18. feb 2019Fjölsóttur foreldrafundur
-
05. feb 2019Leikfélag Hveragerðis
-
04. feb 2019Loksins komið skautasvell
-
30. jan 2019Ánægja íbúa mest í Hveragerði
-
29. jan 2019Sýningin Huglæg rými í Listasafn Árnesinga
-
25. jan 2019Vinningshafar í jólagluggaleiknum
-
24. jan 2019Hækkuðu fasteignamati mætt með lækkaðri álagningu
-
24. jan 2019Flokkun úrgangs er forgangsmál
-
21. jan 2019Lífshlaupið 6. feb 2019
-
09. jan 2019Fréttatilkynning frá Sorpstöð Suðurlands