Sýning á verkum Hans Christiansen

skrifað 16. ágú 2012
Þóra Christiansen dóttir Hans ásamt sýnigarstjórn og fulltrúum Félags eldri borgara. Þóra Christiansen dóttir Hans ásamt sýnigarstjórn og fulltrúum Félags eldri borgara.

Sýning á verkum Hans Christiansen, fyrsta bæjarlistamanns Hveragerðis, var opnuð í húsakynnum Félags eldri borgara fyrr í dag. Það er félagið sem hefur haft veg og vanda af sýningunni en í sýningarstjórn sátu þær Helga Haraldsdóttir og Sæunn Grímsdóttir.

Fjöldi einstaklinga á myndir á sýningunni sem gefur góða mynd af fjölhæfni Hans sem listamanns. Við opnunina var farið yfir feril og lífshlaup Hans og gerðu viðstaddir góðan róm að verkunum og því framtaki sem Félag eldri borgara sýnir með sýningunni.
Sýningin verður opin alla helgina en eins og glöggir lesendur vita eru nú hafnir Blómstrandi dagar hér í Hveragerði.

Fylgjast má með dagskránni og viðburðum helgarinnar á facebook síðu Hveragerðisbæjar og síðu Blómstrand daga á sama stað.

Þóra ásamt barnabörnum Hans þeim Agli og Örnu. Pétur Hafstein Lárusson, Ásgeir Sigurðsson og Jón Snorri Ásgeirsson.