Sunneva Björk hlaut 2. sætið

skrifað 12. mar 2013
Stóra upplestrarkeppninStóra upplestrarkeppnin

Sunneva Björk Birgisdóttir, nemandi í 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði hlaut 2. sætið í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnnar sem fram fór nýverið í Sunnulækjarskóla.

Sunneva Björk Birgisdóttir og Anna Sigríður Jónsdóttir, nemendur í 7. bekk, voru fulltrúar skólans í úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fór í Sunnulækjarskóla nýverið.

Lesinn var texti úr skáldsögu Friðriks Erlingssonar, Benjamín dúfu, ljóð eftir Þóru Jónsdóttur og ljóð að eigin vali.

Keppnin var hin glæsilegasta og frammistaða beggja stúlknanna til fyrirmyndar.

Eftir spennandi keppni fóru úrslitin þannig að nemendur úr Sunnulækjarskóla sigruðu og hlutu einnig 3. sætið en Sunneva Björk hreppti 2. sætið.

Er Sunnevu Ósk óskað hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Á myndinni má sjá stlota vinningshafa í Stóru upplestrarkeppninni ásamt kennurum sínum.

Fréttin er tekin af heimasíðu grunnskólans.