Sundlaugin Laugaskarði bláupplýst

skrifað 07. mar 2014
Sundlaugin Laugaskarði bláupplýst

Bláa ljósið er tileinkað krabbameinsrannsóknum fyrir bæði kynin.

Blái liturinn er tákn um ristilkrabbamein. Ljósblái liturinn er tákn um blöðruhálskrabbamein.

Blái naglinn styður krabbameinsrannsóknir fyrir bæði kynin og vinnur að fjármögnun lækningatækja ætluðum öllum gerðum krabbameina.

Blái naglinn hvetur fyrirtæki sem og stofnanir til þess að lýsa bláu ljósi í mars og styðja þannig gott og þarft málefni.