Besta förðun hjá Skjálftaskjóli

skrifað 26. nóv 2013
Stelpurnar að taka á móti viðurkenningu og módelmyndStelpurnar að taka á móti viðurkenningu og módelmynd

Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól tók þátt í Stíl, hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema og var þemað í ár fortíðin. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninnar og í hverju liði mega vera 2-4 einstaklingar, þar af eitt módel.

Lið Skjálftaskjóls skipuðu þær, Vilborg Óttarsdóttir, Nína Þöll Birkisdóttir, Sóldís Anna Guðjónsdóttir og Dröfn Einarsdóttir. Auðbjörg Jónsdóttir kennari var stelpunum stoð og stytta varðandi undirbúning og uppskáru þær verðlaun fyrir bestu förðunina, en það voru 47 lið sem kepptu þannig að sigurinn var sætur.

Frábær árangur hjá hópnum

Undirbúningur í Hörpunni