Starfsmannastefna samþykkt

skrifað 29. okt 2012

Starfsmannastefna fyrir Hveragerðisbæ hefur í fyrsta sinn verið samþykkt af bæjarstjórn. Er starfsmannastefnunni ætlað að mynda umgjörð um þau starfsskilyrði sem sveitarfélagið býður starfsmönnum sínum.

Jafnframt er henni ætlað að tryggja íbúum góða og skilvirka þjónustu en slíkt verður ekki gert nema að bæjarfélagið hafi ávallt á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem geta veitt góða þjónustu og brugðist við síbreytilegum þörfum íbúanna.

Starfsmannastefnan nær til allra þeirra sem ráðnir eru til lengri eða skemmri tíma til starfa hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess. Starfsmannastefna getur breyst í takt við umhverfi og tíðaranda og því skal hún vera í stöðugri endurskoðun eins og segir í bókun bæjarstjórnar.

Samkvæmt ákvæðum í stefnunni skulu stjórnendur ræða stefnuna árlega á sameiginlegum fundi og meta hvort ástæða sé til að koma fram með tillögur til breytinga. Bæjarstjórn er jafnframt ætlað að endurskoða stefnuna eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri

Með því að smella á myndina hér til hliðar má sjá starfsmannastefnuna í heild sinni.