Starfshópur um nýjan leikskóla

skrifað 22. sep 2015
Frá afmælisskrúðgöngu leikskólans Undralands árið 2012.Frá afmælisskrúðgöngu leikskólans Undralands árið 2012.

Starfshópur vegna byggingar nýs leikskóla í Hveragerði skipaður á síðsta fundi bæjarstjórnar.


Tillaga meirihluta Sjálfstæðisfélagsins um skipan starfshóps vegna byggingar nýs leikskóla í Hveragerði var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar þann 10. september sl.

Samþykkt var samhljóða að eftirtaldir aðilar skipi starfshópinn:
Bæjarstjóri
Skipulags- og byggingafulltrúi
Leikskólastjóri Óskalands eða staðgengill.
Leikskólastjóri Undralands eða staðgengill.
Formaður fræðslunefndar.
Bjarney Sif Ægisdóttir.

Í bókun fulltrúa meirihlutans kom eftirfarandi fram:
Það er vilji meirihlutans að börn frá 12 mánaða aldri fái boð um leikskólavistun. Til þess að svo megi verða er ljóst að ráðast þarf í nýbyggingar enda eru leikskólar bæjarins nú þegar afar ásetnir. Til að sem best megi takast til við undirbúning framkvæmda er rétt að skipa starfshóp sem gera mun tillögur að því með hvaða hætti markmiðum bæjarstjórnar verður náð. Hópurinn skili niðurstöðu í síðasta lagi 15. nóvember 2015.