Staða Hamars vænkast

skrifað 02. ágú 2012

Staða meistaraflokks karla í knattspyrnu vænkaðist nokkuð í 2. deildinni þegar lið Hamars vann Aftureldingu með fjórum mörkum gegn engu á Grýluvelli þann 1. ágúst.

Aron Már Smárason skoraði fyrsta markið á 47. mínútu áður en Ágúst Örlaugur Magnússon bætti við öðru úr vítaspyrnu á 70. mínútu. Lánsmaðurinn frá Selfyssingum, Abdoulaye Ndiaye og Sene Abdalha bættu svo við tveimur mörkum.

Nú er mikilvægt að áhugasamir fylgi liðinu eftir, mæti á þá leiki sem eftir eru og styðji þannig við liðið sem sýndi öflugan leik í gærkvöldi.