Sorphirða - tvískiptir bílar

skrifað 04. júl 2014
Tvískiptur söfnunarbíll 2Tvískiptur söfnunarbíll 2

Bæjarskrifstofu hafa borist nokkrar fyrirspurnir vegna fyrirkomulags sorphirðu en einhverjum hefur fundist að bæði græna og gráa tunnan væru losaðar í sama bílinn og því væri flokkun með öllu óþörf.

Í ljósi þessa er rétt að eftirfarandi komi fram:

Gámaþjónustan getur safnað tveimur tegundum af úrgangi eða endurvinnsluefnum í sama bíl, þar sem bílarnir eru tvískiptir eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Því er nú hægt að fara eina ferð í hverja götu til að safna efnum í stað tveggja. Þetta tryggir minni akstur og þar með umhverfisvænni söfnun.

Það er rétt að ítreka að endurvinnsluefni sem fer í tvískiptan bíl er endurunnið! Ekki verið að blanda endurvinnsluefni saman við almennan úrgang enda eru verðmæti fólgin í endurvinnsluefnunum og því væri slíkt fyrirkomulag algjörlega fráleitt.

Ítrekað er að í Hveragerði er þriggja tunnu flokkun og með ítarlegri flokkun næst bæði umhverfislegur og fjárhagslegur ávinningur.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri

Tvískiptur söfnunarbíll