Slökkviliðið fékk nýjan bíl

skrifað 30. júl 2013
Slökkviliðið  fékk nýjan bíl

Í gær ók inní Hveragerði glæsileg bifreið af gerðinni Mercedes Bens Sprinter 315. Er bíllinn nýjasta viðbót Brunavarna Árnessýslu við bílaflota Brunavarna hér í Hveragerði.

Er hér um mannflutningabíl að ræða sem flytja á liðið á vettvang en aðstaða fyrir mannskapinn er af skornum skammti í slökkvibílunum sjálfum. Bíllinn tekur 15 manns í sæti og leysir af hólmi mannflutningabíl sem hér var og var nokkuð kominn til ára sinna.

Bíllinn er hinn glæsilegasti.