Viltu veiða í Varmá ?

skrifað 14. mar 2012
Flóð í Varmá 2009Flóð í Varmá 2009

Auglýst er eftir tilnefningum frá bæjarbúum um Hvergerðinga sem njóta myndu þess að veiða í Varmá einn góðviðrisdag í sumar. Hér með er athygli vakin á þessu kostaboði og íbúar hvattir til að skila tilnefningum til bæjarráðs fyrir 18. apríl.

Stjórn Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar hefur sent Hveragerðisbæ erindi sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 15. mars 2012.

Í bréfinu voru kynnt þau áform Veiðifélagsins að landeigendur að ánum fái einn veiðidag með tveimur stöngum frían í júní.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum að auglýsa eftir tilnefningum frá bæjarbúum um Hvergerðinga sem njóta myndu þess að veiða í Varmá einn góðviðrisdag í sumar. Hér með er athygli vakin á þessu kostaboði og íbúar hvattir til að skila tilnefningum til bæjarráðs fyrir 18. apríl. Nægir að nefna nafn og ástæður þess að viðkomandi ætti að verða fyrir valinu. Sendist á netfangið aldis@hveragerdi.is.