Útskrift 10. bekkjar Grunnskólans

skrifað 15. jún 2012
Árgangur 1996 frá Grunnskólanum í Hveragerði. Árgangur 1996 frá Grunnskólanum í Hveragerði.

Útskrift 10. bekkinga frá Grunnskólanum í Hveragerði fór fram við hátíðlega athöfn í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 5. júní voru 10.

Nemendum ásamt fjölskyldum sínum og starfsmönnum skólans fjölmenntu til útskriftarinnar. Í ár útskrifuðust alls 45 nemendur, 24 drengir og 21 stúlka, en bekkurinn en með stærri árgöngum sem útskrifast hafa frá skólanum.

Flutt voru nokkur tónlistaratriði, meðal annars kom Hljómsveitin Demo de Viggo fram en meðlimir hennar voru nokkrir útskriftarnemar ásamt fleiri nemendum skólans.

Guðjón Sigurðsson skólastjóri flutti ávarp og stjórnaði samkomunni. Sævar Þór Helgason deildastjóri elsta stigs flutti ágrip frá skólaárinu. Einnig flutti Brandur Gunnvantsson, formaður nemendafélagsins ávarp.

Alls voru veittar níu viðurkenningar í ár fyrir góðan námsárangur og félagsstörf. Fimm einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir að hafa tekið afreksstig 1 og 2 í sundi. Í ár luku 22 nemendur framhaldsskólaáföngum við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Nemendur 10. bekkja fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt góðum framtíðaróskum.

Að athöfn lokinni var farið niður í skóla en þar beið glæsilegt hlaðborð handa veislugestum. Það voru foreldrar 9. bekkinga sem lögðu til veitingar á hlaðboðið og sáu um skipulag ásamt starfsmönnum skólans.