Skólasetning í grunnskólanum

skrifað 29. ágú 2013
Þessi skemmtilegi hópur hefur vafalaust verið ánægður með að mæta aftur í skólann sinn í haust. Þessi skemmtilegi hópur hefur vafalaust verið ánægður með að mæta aftur í skólann sinn í haust.

Grunnskólinn í Hveragerði var settur við hátíðlega athöfn þann 22. ágúst sl.

Í ár var bryddað uppá þeirri nýjung að sérstök skólasetning var fyrir 1.-2. bekk, önnur fyrir 3. og 4. bekk, sú þriðja fyrir miðstig og að lokum ein fyrir elsta stig. Mæltist þetta fyrirkomulag vel fyrir enda komust foreldrar og forráðmenn mun betur fyrir við skólasetningu en áður hefur verið.

Nýráðinn skólastjóri, Fanney Ásgeirsdóttir, flutti ávörp á öllum athöfnunum og lagði m.a. út frá einkunnarorðum skólans, visku, virðingu og vináttu.

Hjá nemendum í 1. - 4. bekk sáu Heimir og Sævar um flutning á Skólavinasöngnum sem þeir sömdu. Þar fjallar textinn einmitt um einkunnarorð skólans: visku, virðingu og vináttu.

Skólavinasöngurinn verður síðan kynntur öllum nemendur skólans á fyrsta gangasöngnum sem væntanlega verður í september.

Skólavinasöngur

Þett` er lítið lag um skólann minn Mig langar til að bjóða þig velkominn – hingað inn

Til hamingju vinur Til hamingju vina Til hamingju með að vera hér í dag – hér með mér Hér er hægt að læra fjölmörg fög far´í leiki saman, kætast mjög – og syngja lög Hér ríkir virðing já og vinátta Viskan eykst, en það er barátta – sem borgar sig

Til hamingju vinur Til hamingju vina Til hamingju með að vera hér í dag Til hamingju vinur Til hamingju vina Til hamingju með að vera hér í dag – hér með mér

Ég mun ávallt eiga vin í þér Ég veit að þú munt alltaf hjálpa mér – ef illa fer Við eigum saman þennan sómastað sýnum tillitssemi, hjálpumst að – við getum það.

Til hamingju vinur Til hamingju vina Til hamingju með að vera hér í dag Til hamingju vinur Til hamingju vina Til hamingju með að vera hér í dag – hér með mér