Skiptiveggur kominn í íþróttahúsið

skrifað 02. okt 2015
Karl Hannibalsson ásamt nemendum í 2. bekk og starfsmönnum. Karl Hannibalsson ásamt nemendum í 2. bekk og starfsmönnum.

Skiptivegg hefur verið komið fyrir í íþróttahúsinu við Skólamörk sem skiptir salnum í tvö aðskilin rými. Gefur þetta aukna möguleika á nýtingu hússins og mun það sérstaklega nýtast grunnskólanum vel


Skiptivegg hefur verið komið fyrir í íþróttahúsinu við Skólamörk sem skiptir salnum í tvö aðskilin rými. Gefur þetta aukna möguleika á nýtingu hússins og mun það sérstaklega nýtast grunnskólanum vel.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Sigmar Karlsson, íþróttakennara, setja vegginn niður og síðan er það Karl Hannibalsson, íþróttakennari, sem leggur nemendum í 2. bekk lífsreglurnar hvað varðar umgengni í breyttum íþróttasal.

Í þessum fyrsta íþróttatíma var ekki annað að heyra en að kennurum og nemendum líkaði þessi breyting vel.

Sigmar Karlsson setur vegginn niður.Fulltrúar í bæjarráði ásamt Jóhönnu M. Hjartardóttur skoða skiptivegginn.