Skemmtileg gönguleið malbikuð

skrifað 08. okt 2015
Gangstígur malbikaður við Breiðumörk. Gangstígur malbikaður við Breiðumörk.

Malbik hefur nú verið lagt á nýja gönguleið sunnan við Þelamörk. Nýi stígurinn nær nú frá Breiðumörk og óslitið vestur í bæ. Hann er nokkuð frá akbrautinni og eykur því öryggi gangandi vegfarenda til muna.

Einnig hefur nú verið útbúin ný gönguleið að Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk sem ekki síst hefur þann tilgang að auka öryggi gangandi vegfarenda.

Það var gaman að sjá vinnuvélarnar mæta hingað í Hveragerði í blíðunni í dag og sjá þann reginmun sem verður við þessa framkvæmd.

Gangstígur við Þelamörk 2Gangstígur við Þelamörk 5Gangstígur við Þelamörk4