Samningur við Steinasafnið Ljósbrá

skrifað 28. apr 2017
Steinasafnið Ljósbrá

Samningur hefur verið undirritaður milli Hafsteins Þórs Auðunssonar, f.h. Ljósbrár steinasafns og Hveragerðisbæjar. Samningnum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerði og Ljósbrár steinasafns með það að markmiði að menningar- og safnastarf í Hveragerði aukist samkvæmt stefnu bæjaryfirvalda þar um. Það er von bæjarstjórnar að með samningnum eflist Hveragerði sem viðkomustaður ferðamanna og að starfsemi steinasafnsins verði áfram sýnileg.

Í samningnum er gerð grein fyrir gagnkvæmum skyldum aðila og munu til dæmis nemendur úr grunnskólanum njóta góðs af en einnig mun bæjarfélagið fá minjagripi sem framleiddir eru í safninu sem endurgjald fyrir stuðninginn.

Samningurinn nemur kr. 1.050.000,- og dreifist framlagið á þrjú ár.

Jarðfræðisýningin "Ljósbrá - Steinasýning" er til húsa á N1 í Hveragerði. Á sýningunni er hægt að bera augum eitt stærsta steinasafn í einkaeigu á Íslandi.

Á safninu, sem í senn er faglegt en heimilislegt, er hægt að upplifa helstu jarðnesku dýrðgripi sem fundist hafa á Íslandi og tilvalinn áningarstaður eigi fólk leið um Suðurland,

Nánari upplýsingar um safnið má finna á heimasíðu þess <www.ljosbra.is>

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hafstein Þór Auðunsson ásamt bæjarstjóra við undirritun samningsins.

Steinn