Samningur við Myndlistarfélagið undirritaður

skrifað 14. maí 2014
Mýrmann er einn af þekktari listmálurum HveragerðisbæjarMýrmann er einn af þekktari listmálurum Hveragerðisbæjar

Samningur milli Hveragerðisbæjar og Myndlistarfélags Hveragerðis var undirritaður nú nýverið. Með samningnum veitir Hveragerðisbær Myndlistarfélagi Hveragerðis, rétt til afnota af lofti gamla Barnaskólans við Skólamörk.

Í staðinn mun Myndlistarfélag Hveragerðis sjá um sýningu/uppákomu þrisvar á ári í tengslum við aðrar hátíðir í bænum eða samkvæmt nánara samkomulagi þar um.

Tilgangur samningsins er að efla menningarstarf í Hveragerði með því að beina stuðningi bæjarins við slíkt starf í einn farveg og auka um leið menningarstarf í bæjarfélaginu.

Myndlistarfélag Hveragerðis hefur það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari menningu í Hveragerði og stuðla að því að gera starfsemina sýnilega fyrir íbúum Hveragerðisbæjar.

Eins og best sést á meðfylgjandi myndum er starf félagsins bæði metnaðarfullt og líflegt.

IMG_2557Pjetur Hafstein Lárusson, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjór, Víðir Ingólfsson og Ásta Þórey Ragnarsdóttir. Pjetur Hafstein LárussonÁsta Þórey Ragnarsdóttir