Samningur gerður við Vinnuvernd

skrifað 30. maí 2015
Stjórnendur Hveragerðisbæjar ásamt Valgeiri Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Vinnuverndar,  sem er þriðji frá vinstri og hjúkrunarfræðingunum Jakobínu og Guðbjörgu.  Stjórnendur Hveragerðisbæjar ásamt Valgeiri Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Vinnuverndar, sem er þriðji frá vinstri og hjúkrunarfræðingunum Jakobínu og Guðbjörgu.

Samningur hefur verið undirritaður við fyrirtækið Vinnuvernd ehf sem frá og með 15. júní mun sinna fjarvistaskráningu og trúnaðarlæknisþjónustu fyrir Hveragerðisbæ ásamt því að annast aðra þjónustu að sviði vinnu- og heilsuverndar fyrir starfsmenn bæjarins.

Með samningnum fá starfsmenn jafnframt aðgang að ráðgjöf hjúkrunarfræðinga í gegnum síma þar sem þeir geta fengið svör við spurningum sem tengjast heilsufari og líðan.

Á reglulegum fundi stjórnenda í liðinni viku fóru starfsmenn Vinnuverndar yfir þá þjónustu sem í boði verður og munu stjórnendur í framhaldinu kynna samninginn og breytingar sem honum tengjast fyrir starfsmönnum.

Bæjarstjóri