Samanburður fasteignagjalda

skrifað 29. júl 2015
Mjög lítil hækkun var á gjöldum vegna fasteigna og lóða á milli ára hér í Hveragerði. Mjög lítil hækkun var á gjöldum vegna fasteigna og lóða á milli ára hér í Hveragerði.

Fasteignagjöld í Hveragerði eru í góðu samræmi við það sem gerist í öðrum sveitarfélögum og hækkun gjaldanna er minni en víðast hvar annars staðar.


Byggðastofnun hefur fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu eins og undanfarin ár. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og lóðarstærð er 808m2.

Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2014 og samkvæmt álagningarreglum ársins 2015 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi. Til að forðast skekkjur var útreikningur fasteignagjaldanna sendur á viðkomandi sveitarfélag og óskað eftir að athugasemdir yrðu gerðar ef um skekkjur væri að ræða. Tekið hefur verið tillit til þeirra ábendinga sem bárust.

Áheimasíðu Byggðastofnunar má sjá nánari umfjöllun um útreikningana.

Þarna má m.a. sjá að heildargjöld vegna fasteigna hafa hækkað minna hér í Hveragerði en í öðrum sveitarfélögum á milli ára og að heildargjöldin eru í meðallagi miðað við önnur sveitarfélög.