Rétt skráning lögheimilis

skrifað 27. okt 2014

Er lögheimili þitt rétt skráð?

Þjóðskrá Íslands gefur út íbúaskrá miðað við 1. desember ár hvert og því er mikilvægt að allir einstaklingar séu með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu. Við hvetjum alla þá sem eiga eftir að tilkynna breytingu á lögheimili að gera það fyrir lok nóvember svo unnt sé að tryggja að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrána.


Er lögheimili þitt rétt skráð?

Þjóðskrá Íslands gefur út íbúaskrá miðað við 1. desember ár hvert og því er mikilvægt að allir einstaklingar séu með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu. Við hvetjum alla þá sem eiga eftir að tilkynna breytingu á lögheimili að gera það fyrir lok nóvember svo unnt sé að tryggja að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrána.

Hvar og hvenær skal tilkynna flutning?

Hægt er að tilkynna flutning á netinu https://innskraning.island.is/?id=afgreidsla.skra.is

Breytingin tekur gildi næsta dag. Sá sem tilkynnir þarf að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Breytingu á lögheimili skal tilkynna til Þjóðskrár Íslands innan 7 daga frá flutningi eða á skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ef breytingin er ekki tilkynnt á netinu þá tekur afgreiðslan allt að 8-10 dögum. Einnig er hægt að tilkynna breytingar á lögheimili á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar sem opin er milli kl. 10 og 15.

Hvað er lögheimili?

Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu.

Hvað er föst búseta?

Föst búseta er á þeim stað þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma.

Tilkynning þessi er af heimasíðu Þjóðskrár Íslands: https://skra.is