Nýr karlakór í Hveragerði (25 á Richter)

skrifað 15. jún 2016
Karlakór Hveragerðis 2Karlakór Hveragerðis 2

Nýr karlakór mun hefja göngu sína í haust í blómabænum Hveragerði og á það einkar vel við nú á 70 ára afmæli bæjarins og fullkomið tilefni til að bresta í söng.


Nýr Karlakór mun hefja göngu sína í haust í blómabænum Hveragerði og á það einkar vel við nú á 70 ára afmæli bæjarins og fullkomið tilefni til að bresta í söng.

Kórinn stefnir að því fyrst og fremst að hafa léttleika að leiðarljósi og munu efnistök og framkoma öll taka mið af því. Kórinn mun syngja hefðbundin karlakórslög í bland við aðra tegund tónlistar í skemmtilegum útsetningum er þykja henta hverju sinni.

Við hvetjum alla jákvæða og söngglaða menn til að skrá sig til leiks bæði Hvergerðinga sem og nærsveitamenn, allir eru velkomnir. Engin stíf inntökupróf verða né inntökuskilyrði en gott er að hafa meðferðis góða skapið, eins er ágætt að vera nokkuð lagviss og taka því almennt vel að syngja í boðaðri tóntegund og helst ekki syngja fleira en eitt lag í einu.

Við skorum einnig á eiginkonur að hvetja sína menn í sönginn, við getum í staðinn lofað öruggri gæslu á eiginmönnum eitt kvöld í viku yfir vetrartímann.

Vonandi verður þessi kór er fram líða stundir skemmtileg viðbót við hið blómlega tónlistar og menningarlíf í Hveragerði og Suðurlandi öllu.

Við munum síðan í september hitta kórfélaga og staðsetja þá í raddir. Fyrsta æfing er fyrirhuguð þann 5 október 2016 í Hveragerði. Nánar verður auglýst er nær dregur heimilsfang æfingahúsnæðis og annað er þykir skipta máli.

Söngstjóri hins nýja kórs verður síkátur Örlygur Atli Guðmundsson en hann býr einmitt í Hveragerði. Örlygur hefur stjórnað Karlakór Kjalnesinga undafarin 5 ár við góðan orðstír en lætur af störfum þar í haust. Einnig stjórnar hann Hverafuglum sem er kór eldri borgara í Hveragerði og Kór Fsu, Fjölbrautaskóla Suðurlands Selfossi.

Sumarkveðja Stjórnin

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við:
Örlyg Atla Guðmundsson
Netfang: orlyguratli@simnet.is
Sími: 824 3677
Halldór Maríasson
Netfang: doritungu@gmail.com
Sími: 892 1684

Karlakór Hveragerðis 1