Óskaland fær hjól að gjöf

skrifað 27. sep 2014
20140821_141909 (2)20140821_141909 (2)

Mikil gleði ríkti í leikskólanum Óskalandi á dögunum er leikskólanum barst höfðingleg gjöf.

Formaður Lionsklúbbsins Eden kom færandi hendi með tvö ný hjól.

Ekki þarf að orðlengja það að hjólin eru í stöðugri notkun og eru þau kærkomin viðbót við búnað leikskólans.

Lionsklúbbnum Eden eru færðar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt starf og hugulsemi í garð leikskólans.