Óskaland 20 ára

skrifað 04. mar 2014
AfmælisgestirAfmælisgestir

Haldið var upp á 20 ára afmæli leikskólans Óskalands, föstudaginn 21. febrúar s.l. Hinn rétti afmælisdagurin var þó 22.febrúar en þar sem hann bar upp á laugardag var ákveðið að slá upp veislu daginn áður.

Á þriðja hundrað afmælisgesta komu í afmælisveisluna. Einkennismerki leikskólans var afhjúpað og einkennislag leikskólans frumflutt.

Leikskólanum bárust margar höfðinglegar gjafir frá : Arnverki EHF og Fitnessbilinu, Café Rose, Dvalarheimilinu Ási, Foreldrafélagi leikskólanna, Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur, Guðrúnu Sigursteinsdóttur, Hoflandssetrinu, Kvenfélaginu Bergþóru, Leikskólanum Undralandi og Lionsklúbbnum Eden.

Öllum þessum aðilum eru færðar hjartans þakkir. Gjafirnar koma í góðar þarfir og nýtast til að efla tæki og búnað leikskólans.

Að loknum formlegum hátíðahöldum var öllum viðstöddum boðið að þiggja glæsilegar veitingar og skoða leikskólann. Á meðfylgjandi myndum má sjá yngstu afmælisgestina. Einnig er þarna skemmtileg mynd af Guðlaugu aðstoðarleikskólastjóra og Gunnvöru, leikskólastjóra, þær eru umkringdar góðum gjöfum en í baksýn má sjá nýtt logo skólans.

Afmælisgestir1Afmælisgestir2Afmælisgestir4Gjafaflóð