Óskaland - engin röskun á skólastarfi

skrifað 01. jan 2013
Ruslaskýlið er gjörónýtt og rúðour sprungnar allt í kring. Ruslaskýlið er gjörónýtt og rúðour sprungnar allt í kring.

Betur fór en á horfðist þegar kveikt var í ruslageymslu við Leikskólann Óskaland uppúr miðnætti á Gamlárskvöld. Greinilegt er að mikill hiti hefur myndast og mildi er að eldurinn læsti sig ekki í leikskólabygginguna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum en sprungur eru í fjölda gluggarúða en engin þeirra brotnaði þó alveg. Eldurinn virðist því hafa verið ansi mikill. Eru skemmdir þónokkrar og ruslageymslan er ónýt. Viðgerð er þegar hafin

Rétt er að geta þess að engin röskun verður á skólastarfi og verður leikskólinn opinn á morgun eins og til stóð.

Eru foreldrar og forráðamenn barna og ungmenna hvött til að fara yfir alvarleika atburðar sem þessa með börnum sínum.

Bæjarstjóri.

Rúður hafa sprungið vegna hitans frá brunanum.