Opnir tímar í Hamarshöll

skrifað 07. okt 2013
Opnir tímar í Hamarshöll

Opnir tímar verða í Hamarshöll í vetur á þriðjudögum kl. 18:30 – 21:00 á íþróttagólfinu. Tímarnir eru fyrir alla fjölskylduna (börn í fylgd með foreldrum) og fullorðna (20 ára og eldri).

Ekki er skipulögð dagskrá en hægt er að fara í badminton, skotbolta, körfubolta og margt margt fleira.

Iðkendur eru á eigin ábyrgð í tímunum.

Fjölmennum og skemmtum okkur saman.