Öll gögn aðgengileg á vefnum.

skrifað 16. feb 2016
HveragerðiHveragerði

Vel flest gögn sem lögð eru fyrir á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs eru nú aðgengileg í fundargerðum á vef Hveragerðisbæjar. Með þessu móti gefst bæjarbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að kynna sér betur þau mál sem lögð eru fyrir til afgreiðslu.


Á vef Hveragerðisbæjar er hægt að sjá fundargerðir bæjarráðs, bæjarstjórnar og nefnda bæjarins. Nú hafa verið gerð aðgengileg þau gögn sem varða viðkomandi mál og fylgdu fundarboði eða voru lögð fram á viðkomandi fundi. Gögnin fylgja nýjustu fundargerðum bæjarráðs og bæjarstjórnar en síðar er stefnt að því að birta gögn með fundargerðum annarra fastanefnda bæjarins.

Með þessu móti gefst bæjarbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að kynna sér enn betur en nú er þau mál sem afgreidd eru af bæjarráði og bæjarstjórn.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri