Nýr sorphirðusamningur undirritaður

skrifað 24. mar 2014
Frá undirritun samnings um sorphirðu í bæjarfélaginu. Frá undirritun samnings um sorphirðu í bæjarfélaginu.

Nýr samningur um sorphirðu var undirritaður milli Hveragerðisbæjar og Gámaþjónustunnar hf nýverið. Er þessi samningur afrakstur útboðst sem ráðist var í kringum áramótin en Gámaþjónustan átti þar lægsta tilboð.

Um mánaðamótin mars/apríl mun Gámaþjónustan taka við sorphirðu í bæjarfélaginu og þar með lýkur áratugalangri og farsælli sorphirðuþjónustu Sorphirðu Suðurlands og síðar Íslenska gámafélagsins fyrir Hveragerðisbæ. Viljum við nota þetta tækifæri og þakka kærlega fyrir samstarfið undanfarna áratugi.

Á næstunni mun bæjarbúum verða kynnt þessi breyting bæði með bæklingi sem borinn verður í hvert hús og einnig með íbúafundi þar sem breyttar áherslur í flokkun verða kynntar. Er mikilvægt að hver og einn taki þátt í að flokka á sínu heimili - þannig náum við bestum árangri, minnkun sorp sem fer til urðunar og aukum endurvinnslu. Það er til hagsbóta fyrir alla.

Á meðfylgjandi mynd má sjá bæjarstjóra ásamt Sveini Hannessyni, framkvæmdastjóra Gámaþjónustunnar og Ara Eggertsson, umhverfisfulltrúa og Benóný Ólafsson, forstjóra Gámaþjónustunnar við undirritunina.