Nýr skólastjóri ráðinn

skrifað 12. apr 2013
Fanney ÁsgeirsdóttirFanney Ásgeirsdóttir

Fanney Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði en ákvörðun um ráðningu hennar var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar þann 11. apríl sl.

Alls bárust 18 umsóknir um starfið. Capacent vann úr umsóknum og hafði umsjón með úrvinnslu málsins.

Fanney Ásgeirsdóttir hefur B.Ed. gráðu af raunvísindasviði grunnskólabrautar Háskólans á Akureyri og M.Ed gráðu í skólastjórnun frá sama skóla. Fanney hefur ellefa ára farsæla reynslu af skólastjórnun. Hún var ráðin skólastjóri við sameiningu Hamarsskóla og Barnaskólans í Vestmannaeyjum árið 2006. Fanney var áður skólastjóri í Þistilfirði. Hún hefur auk þess setið m.a. í stjórn Skólastjórafélags Suðurlands, í landsstjórn Samtaka fámennra skóla og verið formaður Skólastjórafélags á Norðurlandi eystra.

Fanney mun formlega taka við í upphafi næsta skólaárs en væntanlega fylgjast vel með undirbúningi skólastarfs næsta vetrar á næstu vikum.

Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa og óskum henni farsældar í hinu nýja starfi.