Nýir starfsmenn

skrifað 29. mar 2012
Guðrún Rósa, Ásta Camilla og Elínborg munu sjá um Blóm í bæ og garða og gróður í sumar. Guðrún Rósa, Ásta Camilla og Elínborg munu sjá um Blóm í bæ og garða og gróður í sumar.

Þrír nýir starfsmenn hafa tekið til starfa hjá Hveragerðisbæ. Ásta Camilla, landslagsarkitekt, Elínborg, viðburðastjórnandi og Guðrún Rósa, skrúðgarðyrkjufræðingur.

Þrír nýir starfsmenn hafa tekið til starfa hjá Hveragerðisbæ. Ásta Camilla Gylfadóttir, landslagsarkitekt mun nú í annað sinn gegna starfi sýningarstjóra á Garðyrkju- og blómasýningunni Blóm í bæ. Undir hennar stjórn tókst sýningin afar vel í fyrra og er ekki að heyra annað en að vilji standi til að gera enn betur í ár. Til aðstoðar við sýningarhaldið verður Elínborg Ólafsdóttir en hún er lærður viðburðastjórnandi. Elínborg mun sjá um allt utanumhald vegna sölubása með líkum hætti og hún gerði í fyrra.
Til að sjá síðan um að bærinn skarti sínu fegursta í sumar hefur Guðrún Rósa Hólmarsdóttir, skrúðgarðyrkjufræðingur, verið ráðin til starfa. Allar hafa þær þegar hafið störf en um tímabundnar ráðningar er í öllum tilfellum að ræða.