Ninna Sif komin í árs leyfi

skrifað 22. sep 2015
Ninna Sif Svavarsdóttir - D-listaNinna Sif Svavarsdóttir - D-lista

Bæjarstjórn hefur samþykkt beiðni Ninnu Sifjar Svavarsdóttur um leyfi frá störfum í bæjarstjórn og nefndum á vegum bæjarins frá 11. september 2015 til 1. júní 2016 af persónulegum ástæðum.

Varamaður Ninnu Sifjar í bæjarstjórn er Þórhallur Einisson.

Á sama fundi kom fram eftirfarandi tillaga um breytingar á nefndum og ráðum: Eyþór H. Ólafsson verði forseti bæjarstjórnar í stað Ninnu Sifjar Svavarsdóttur.
Unnur Þormóðsdóttir verði formaður bæjarráðs í stað Eyþórs H. Ólafssonar.
Þórhallur Einisson taki sæti í stað Ninnu Sifjar í Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd og verði þar formaður. Davíð Ernir Kolbeins er nýr varamaður í þeirri sömu nefnd þar sem Ingimar Guðmundsson hefur flutt lögheimili sitt úr Hveragerði.

Breyting verður á Fræðslunefnd þar sem Birkir Sveinsson verður formaður í stað Þórhalls Einissonar sem áfram verður aðalmaður í nefndinni.

Breyting verður á fulltrúum Hveragerðisbæjar í Skóla- og velferðarnefnd Árnesþings þar sem Unnur Þormóðsdóttir verður nú aðalmaður Árnesþings og Þorhallur Einisson verður varamaður. Varamaður í Stjórn Fasteignafélags Hveragerði verður Þórhallur Einisson.

Eyþór H. Ólafsson verði aðalmaður á ársfund SASS og Birkir Sveinsson verði varamaður.
Eyþór H. Ólafsson verði aðalmaður á aðalfund HES og Birkir Sveinsson verði varamaður.
Eyþór H. Ólafsson verði aðalmaður í Héraðsnefnd Árnesinga og Þórhallur Einisson verði varamaður

Allar ofangreidar tillögur voru samþykktar samhljóða.

Þórhallur Einisson - D-lista