Nemendur undirrita samninga

skrifað 25. okt 2012
Glæsilegur hópur 10. bekkinga ásamt Heimi Eyvindarsyni umsjónarkennara og Aldísi bæjarstjóra. Glæsilegur hópur 10. bekkinga ásamt Heimi Eyvindarsyni umsjónarkennara og Aldísi bæjarstjóra.

Samningar milli Hveragerðisbæjar og nemenda í 7. og 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði voru undirritaðir í liðinni viku.

Nemendur í 10. bekk sjá um að aðstoða í mötuneyti skólans, þau annast gæslu í frímínútum og í hádegi og aðstoða einnig við gæslu á skólaskemmtunum elsta stigs.

Nemendur í 7. bekk hafa undanfarin ár séð um að halda bænum snyrtilegum með því að fara mánaðarlega út og týna upp rusl sem verður á vegi þeirra. Einnig sjá þau um losun á endurvinnslu ílátum innan skólans.

Meðfylgjandi myndir eru frá undirrituninni en að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra hefur þetta samstarf gefist afar vel í gegnum tíðina og verið ungmennum bæjarins til mikils sóma.

Jónheiður, formaður nemendaráðs undirritaði samninginn fyrir hönd 10. bekkjar.  Vottar að réttri undirritun voru að sjálfsögðu viðstaddir. Hafrún og Guðbrandur undirrituðu samninginn fyrir hönd 7. bekkjar.