Móttaka á gleri við Sunnumörk

skrifað 30. maí 2018
byrjar 30. maí 2018
 
Móttaka á gleri við Sunnumörk

Nú er komin endurvinnslutunna fyrir gler í bæinn þar sem íbúar geta losað sig við glerílát sem ekki bera skilagjald. . Endurvinnslutunnan er staðsett á bílastæðinu við verslunarmiðstöðina í Sunnumörk og hentar því vel að grípa með sér gler sem þarf að henda í næstu verslunarferð.

Athugið að fjarlægja þarf plast-og málmlok af krukkum og flöskum áður en þær fara í tunnuna. Ekki er heimilt að setja annað rusl í endurvinnslutunnuna. Íbúum er eftir sem áður heimilt að skili glerílátum endurgjaldslaust á gámastöðina við Bláskóga.

Við vonum að þessi nýbreytni henti bæjarbúum vel og verði vel nýtt Umhverfisfulltrúi

Staðsetning á endurvinnslutunnu!