Mikil ánægja með "Skólahreysti"

skrifað 03. feb 2012

Á fundi bæjarráðs þann 2. febrúar síðast liðinn var tekin til afgreiðslu ósk frá forsvarsmönnum Skólahreysti um styrk vegna verkefnisins.

Afgreiðsla bæjarráðs var eftirfarandi:

Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með verkefnið sem hefur án vafa aukið áhuga ungmenna á líkamsrækt og hollum lifnaðarháttum. Samþykkt var að styrkja verkefnið um kr. 50.000.-.