Menningarupplifun á Suðurlandi

skrifað 29. okt 2013
Nýtt söguskilti verður afhjúpað föstudaginn 1. nóvember kl. 17:30 við HverabakkaNýtt söguskilti verður afhjúpað föstudaginn 1. nóvember kl. 17:30 við Hverabakka

Menningarupplifun á Safnahelgi á Suðurlandi verður 31.október – 3.nóvember nk. Fjölbreytt dagskrá verður frá Höfn í Hornafirði vestur til Hveragerðis og Ölfuss. Dagskráin hefst með setningarhátíð í Þjósárstofu í Árnesi fimmtudaginn 31. október kl. 16:00.

Fjölbreytt upplifun eins og.... Safnarasýning, fræðsla, saumamaraþon, samansafnið, draugar, matur, leir, fýlaveisla,bleikir fiskar, sultukeppni, ljósmyndir, leiksýningar, lygasögur, ljós, skuggar, tónlist og margt margt fleira.

Skoðið dagskrána á forsíðu heimasíðu Hveragerðisbæjar eða á http://www.sunnanmenning.is/ Einnig má finna viðburði á Facebook undir Safnahelgi á Suðurlandi.

Dagskráin í Hveragerði

Listasafn Árnesinga

Fimmtudagur 31. okt. – sunnudags 3. nóv.

HLIÐSTÆÐUR OG ANDSTÆÐUR - tvær sýningar Sýningin Samstíga er um abstraktlist með verk úr safneign Listasafns Íslands. Skúlptúrar Rósu Gísladóttur eru settir upp sem tvær kyrralífsmyndir sem vísa í klassíska hefð og ganga gestir um í annarri þeirra.

Listasmiðja opin alla dagana.

Laugardagur 2. nóv.

  • kL. 16:00-17:00 Inga Jónsdóttir leiðbeinir í listasmiðjunni.

Sunnudagur 3. nóv.

  • kL. 15-16 Leiðsögn og umræður um sýningarnar í fylgd Ingu Jónsdóttur.

  • kL. 16-17 Hörður Friðþjófsson og Erla Kristín flytja ljúfa tónlist.

Bókasafnið í Hveragerði

Sýning á munum úr eigu Kristjáns frá Djúpalæk og myndlistarsýning Sæunnar Freydísar verða opnar um helgina.

  • Opið föstud. 13-19, laugard. 11-17, sunnud. 13-17.

Föstudagur 1. nóvember

  • kL. 17:00 Opnun myndlistarsýningar Sæunnar Freydísar Grímsdóttur. Hverafuglar, kór eldri borgara í Hveragerði, syngur við opnunina og Sæunn segir frá og flytur eigin ljóð. Boðið upp á hressingu.

Laugardagur 2. nóvember

  • kL. 14:00 Dagskrá um Kristján frá Djúpalæk á vegum bókasafnsins og Listvinafélags Hveragerðis. Ljóð og tónlistarflutningur yngri barnakórs grunnskólans og jazz- og blúshljómsveitar Bryndísar Ásmunds.

Hveragerðiskirkja

Sunnudagur 3. nóvember 2013, kl. 20:00. Íslenski saxófónkvartettinn leikur fjölbreytta efnisskrá þar sem áhrifa gætir úr ýmsum áttum svo sem jassi, kvikmyndatónlist, Gregorsöngnum og þjóðlegri tónlist. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Hveragerðis og Ölfuss.

Aðgangseyrir 1.000 kr.

Söguhringurinn

Fjölmörg söguskilti hafa verið sett upp víðsvegar um Hveragerði og gera þau grein fyrir sögu og menningu byggðarlagsins. Gestir eru hvattir til að ganga á milli söguskilta og fá þannig glögga mynd af sérstakri sögu Hveragerðis.

  • Föstudaginn 1. nóvember kl. 17:30 verður nýtt söguskilti afhjúpað við húsið Hverabakka sem stendur við aðalgötu bæjarins. Húsið tengist sögu húsmæðrafræðslunnar hér á landi um miðja tuttugustu öld.

Lystigarðurinn Fossflöt

Ljóð í Lystigarði. Í lystigarðinum í Hveragerði hanga 20 ljóð eftir Önnu Margréti Stefánsdóttur á og í trjánum nærri aðalinnganginum. Ljóðin eru ætluð bæði börnum og fullorðnum og gefa tækifæri til að velta ýmsu fyrir sér, ekki síst samskiptum, líðan og jafnvel húmor.

Verslunarmiðstöðin Sunnumörk

  • Listamannabærinn Hveragerði - fyrstu árin Leitast er við að draga upp mynd af tilurð skáldanýlendunnar í Hveragerði upp úr 1940. Nokkrir valinkunnir Hvergerðingar fjalla um skáldin á sýningunni og velja brot úr verkum þeirra.

  • Ljósmyndasýning Svövu Bjarnadóttur Á sýningunni eru myndir af landslagi og mannlífi.

  • Skjálftinn 2008 í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk Á sýningunni er gerð grein fyrir orsökum og afleiðingum jarðskjálftans í maí 2008 í Hveragerði.

Það er upplifun að heimsækja HveragerðiSaxófónkvartett leikur í Hveragerðiskirkju