Lyftingamót í Hveragerði

skrifað 10. nóv 2015
Haustmót LSÍ var haldið hér í Hveragerði í október. Haustmót LSÍ var haldið hér í Hveragerði í október.

19 konur og 22 karlar hófu keppni á Haustmóti Lyftingasambands Íslands (LSÍ) í íþróttahúsinu í Hveragerði, laugardaginn 17. október s.l. Mótið er það fyrsta sem hið nýstofnaða félaga, Lyftingafélagið Hengill, heldur. Mótið var jafnframt það fjölmennasta sem haldið hefur verið síðustu ár og sýnir glöggt vöxt íþróttarinnar. Það var samdóma álit allra að félagar í Lyftingafélaginu Hengli hafi haldið utan um mótið með allra besta móti.

Nokkrir Hvergerðingar tóku þátt í mótinu og stóðu þeir sig allir mjög vel. Það var gaman að sjá mót af þessu tagi haldið í íþróttahúsinu en lyftingamót hefur ekki áður verið haldið hér í Hveragerði.