Loftgæða mælingar í Hveragerði

skrifað 08. okt 2014
ReykjafossReykjafoss

Með þessari frétt fylgir tengill á vef Umhverfisstofnunar þar sem hægt er fylgjast með mæligildinum vegna brennisteinsdíoxíðs í Hveragerði.

Orkuveita Reykjavíkur hefur gert breytingar á loftgæða mælistöðinni sem staðsett er við leikskólann Óskaland þannig að stöðin mælir nú einnig brennisteinstvíoxíð, SO2, sem er lofttegundin sem Holuhraun gefur frá sér.

Hér slóðin þar sem hægt er að fylgjast með loftgæðum vegna SO2 hér í Hveragerði.

Loftgæðamælingar í Hveragerði

Á meðan SO2 er mælt í stöðinni verður mæling H2S ónákvæmari og er rétt að hafa það í huga þegar tölurnar eru skoðaðar. Hafa ber einnig í huga að hæstu mæligildi fyrir austan hafa farið yfir 3000 µg/m3.

Brennisteinsdíoxíð (brennisteinstvíildi) er litlaus lofttegund sem flest fólk finnur lykt af, ef styrkurinn nær u.þ.b. 1000 µg/m3. Hér hafa mælingar sýnt gildi þó nokkuð fyrir neðan þetta enda erum við lengra frá eldstöðinni en margur annar þéttbýliskjarninn. Þó hefur styrkurinn hér farið í 400 µg/m3 en það var yfir mjög stutt tímabil eins og fram kemur loftgæðamælum.

Hér eru góðar upplýsingar um loftgæði og sveitarfélögin sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman og eru íbúar hvattir til að kynna sér viðbrögð við loftmengun og til að fylgjast vel með tilkynningum frá eftirlitsaðilum.

Upplýsingar um loftgæði og mælingar

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri

Athugasemd frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands:

Heilbrigðiseftirliti Suðurlands þótti rétt að setja frétt á heimasíðu sína vegna birtingar ómarktækra gilda H2S frá 22. september sl. Frá þeirri dagsetningu voru mælar OR stilltir þannig að þeir mældu bæði SO2 og H2S en gildin sem hafa verið að birtast á vefnum eru heildar S (CS), þ.e. H2S + SO2. Þessir háu toppar sem hafa verið að koma fram síðustu daga eru því ekki raunverulegir H2S toppar, heldur há SO2 gildi.

Hér er linkur á fréttina: http://www.heilbrigdiseftirlitid.is/2014/10/rong-birting-a-maelingum-brennisteinsvetnis/