Lóðum úthlutað við Dynskóga

skrifað 22. ágú 2016
Á myndinni sjá sjá svæðið þar sem umrædd hús munu rísa en það er í vinkilinn meðfram Kambahrauni og Dynskógum. 

Myndina tók Aldis Hafsteinsdóttir úr þyrlu yfir Hveragerði árið 2012.Á myndinni sjá sjá svæðið þar sem umrædd hús munu rísa en það er í vinkilinn meðfram Kambahrauni og Dynskógum. Myndina tók Aldis Hafsteinsdóttir úr þyrlu yfir Hveragerði árið 2012.

Lóðir fyrir einbýlishús á einum fallegasta stað bæjarins munu verða auglýstar lausar til úthlutunar á allra næstu dögum en um er að ræða fjórar glæsilegar lóðir við Dynskóga með útsýni til Hamarsins.


Bæjarráð hefur samþykkt að auglýsa nú þegar lóðir nr. 11,13,15 og 17 við Dynskóga lausar til úthlutunar. Var kostnað við gatnagerð vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Í bókun bæjarráðs kom einnig fram að með framkvæmdinni yrði til gott bílastæði sem nýtast mun Hamarsvæðinu og jafnframt gefst möguleiki á gerð göngustíga eins og áætlað var í skipulagi.

Í minnisblaði skipulags- og byggingafulltrúa kom fram að um væri að ræða fjórar einbýlishúsalóðir og að lóðastærðvær á bilinu 860-1.050 m2. Í gildi er deiliskipulag sem nær einungis til þessarar fjögurra lóða en það var samþykkt í bæjarstjórn þann 7. ágúst 2003 og tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 1. september 2003. Á lóðunum er heimilt að byggja einbýlishús á einni hæð og má nýtingahlutvell vera að hámarki 0,35. Búið er að hanna botnlangann að lóðunum og gera mæli- og lóðablöð.

Lóðunum verður úthlutað í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Hveragerði. Reglurnar má finna hér.

Hér má sjá deiliskipulag umrædds reits ásamt minnisblaði skipulags- og byggingafulltrúa. .

Bæjarstjóri