Ljós tendruð á jólatré bæjarbúa

skrifað 02. des 2015
Vetrarstemning í Smágörðunum. Vetrarstemning í Smágörðunum.

Ljós voru tendruð á jólatré bæjarbúa í Smágörðunum fyrsta sunnudag í aðventu. Veðrið var eins og best varð á kosið enda sást það á viðstöddum sem nutu vetrarstillunnar til hins ítrasta.

Jólatréð í ár kemur úr garði hjónanna Guðrúnar Hálfdánardóttur og Sigurjóns Péturs Johnson að Heiðmörk 69. Það er ansi vígalegt eins og jólatré undanfarinna ára sem einnig hafa komið úr einkagörðum bæjarbúa. Það var dótturdóttir þeirra hjóna Steinunn Inga Örvar sem tendraði ljósin á tré ömmu og afa.

Jólasveinar og kór grunnskólans leiddu síðan söng og að lokum voru allir leystir út með gómsætum eplum í anda jólahefða.

Steinunn Ómarsdóttir Kór Grunnskólans  Í Hveragerði söng undir stjórn Dagnýjar Höllu Björnsdóttur. Þessar fundu sæti hjá páfuglinum. Beðið eftir jólasveinunum. Jólasveinar úr Reykjafjalli.