Listasafnið í hópi þriggja sem keppa um Eyrarrósina

skrifað 23. mar 2015
Listasafn Árnesinga Hveragerði. Listasafn Árnesinga Hveragerði.

Tilkynnt hefur verið um þau þrjú verkefni sem keppa um Eyrarrósina í ár. Listasafn Árnesinga er í þeim hópi en tilkynnt verður um sigurvegarann á Ísafirði þann 4. april næstkomandi.

Eyrarrósin er veitt árlega framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Markmið hennar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.

Þau þrjú framúrskarandi verkefni sem keppa um Eyrarrósina árið 2015 eru Frystiklefinn á Rifi, Listasafn Árnesinga í Hveragerði og Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði. Hvert þeirra hlýtur flugmiða frá Flugfélagi Íslands og peningaverðlaun. Það kemur síðan í ljós við hátíðlega athöfn á Ísafirði þann 4.apríl hvert þeirra stendur uppi sem Eyrarrósarhafi 2015 og fær í verðlaun 1.650.000.- kr. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin á Ísafirði.

Hér má sjá upplýsingar um verkefnin þrjú.