Listamannabærinn Hveragerði - ný útisýning

skrifað 26. ágú 2016
Foreldrum Heiðdísar og Halldórs eru gerð skil á sýningunni, þeim Valdísi Halldórsdóttur og Gunnari Benediktssyni. Foreldrum Heiðdísar og Halldórs eru gerð skil á sýningunni, þeim Valdísi Halldórsdóttur og Gunnari Benediktssyni.

Ný útisýning "Listamennirnir í Hveragerði" var afhjúpuð á níu glerveggjum í Lystigarðinum Fossflöt á Blómstrandi dögum. Sýningin er gjöf Listvinafélagsins í Hveragerði og Hveragerðisbæjar til íbúa þess í tilefni 70 ára afmælis hans.


Ný útisýning "Listamennirnir í Hveragerði" var afhjúpuð á níu glerveggjum í Lystigarðinum Fossflöt á Blómstrandi dögum.

Sýningin er gjöf Listvinafélagsins í Hveragerði og Hveragerðisbæjar til íbúa þess í tilefni 70 ára afmælis hans. Það er Listvinafélagið í Hveragerði sem hefur staðið fyrir endurnýjuðum kunningsskap við listamennina sem byggðu listanýlenduna í Hveragerði frá og með fimmta áratugnum.

Þar eru listamennirnir Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Valdís Halldórsdóttir, Gunnar Benediktsson, séra Helgi Sveinsson, Höskuldur Björnsson, Kristinn Pétursson og Ingunn Bjarnadóttir í forgrunni auk þess sem ítarefni s.s. hljóðskrár og myndefni eru gerð aðgengileg á appi sem fylgir sýningunni.

Guðrún Tryggvadóttir hannaði sýninguna og félagar í stjórn Listvinafélagsins í Hveragerði unnu efnið í sýninguna en auk þeirra hefur fjöldi manns komið að framleiðslu sýningarinnar. Einar Bergmundur þróaði app en textagerð var í höndum Illuga Jökulssonar og stjórnar Listvinafélagsins í Hveragerði.

Fyrir hönd bæjarbúa þökkum við stjórn og félögum í Listvinafélaginu í Hveragerði höfðinglega gjöf.

Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri.

Svanur og Inga Dóra Jóhannesarbörn við skiltið um föður sinn. Dóttir Kristmanns Guðmundssonar afhjúpar skiltið um föður sinn. Gísli Páll Pálsson formaður Listvinafélagsins fjallaði um sýninguna. Allir stjórnarmenn Listvinafélagsins ásamt bæjarstjóra Fjöldi gesta mætti til athafnarinnar.