Leikskólabörn bjóða í afmæli

skrifað 23. ágú 2012
Hópurinn sem mætti á bæjarskrifstofuna.Hópurinn sem mætti á bæjarskrifstofuna.

Hópur leikskólabarna frá Undralandi mætti á bæjarskrifstofuna í morgun með afskaplega fallegt boðskort og bauð bæjarstjórn í 30 ára afmæli leikskólans síns sem haldið verður hátíðlegt þann 31. ágúst næstkomandi.

Dagskráin hljómar spennandi en kl. 14 leggur sameiginleg skrúðganga leikskólabarna af stað frá horni Breiðumerkur og Þelamerkur áleiðis á Undraland. Þar munu taka við leikir á leikskólalóðinni og góðir gestir munu mæta. Að því búnu mun leikskólakórinn syngja og boðið verður uppá afmælisköku. Greinilega er hvað mestur spenningur fyrir afmæliskökunni um það voru bæði bæjarstjórinn og börnin sammála í morgun. Spurning hvort þetta verði ekki örugglega súkkulaðikaka!

En nú getum við öll látið okkur hlakka til hátíðahaldanna og en þar munum við fagna því góða starfi sem fram hefur farið á leikskólanum Undralandi undanfarin 30 ár.

Boðskortið var afar fallegt.