Laust starf - skólaritari

skrifað 03. júl 2012
byrjar 13. júl 2012
 

Laus staða skólaritara

Auglýst er staða ritara við Grunnskólann í Hveragerði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. september næstkomandi.

Starfið reynir á marga mismunandi hæfileika, en hæfni í mannlegum samskiptum, áhugi og ánægja af vinnu með börnum og ungmennum skipta miklu máli. Viðkomandi þarf að vera jákvæður og skipulagður.

Umsækjandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu og gott vald á íslensku. Stúdentspróf og/eða víðtæk reynsla af skrifstofustörfum æskileg. Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga.

Grunnskólinn í Hveragerði er vel staðsettur í grónu og glæsilegu bæjarfélagi. Einkunnarorð skólans eru: viska, virðing og vinátta. Í ljósi þessara einkennisorða eru dagleg störf mótuð.

Upplýsingar um starfið veitir Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, í síma 483-4000. Umsóknir skilist á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar fyrir 13. júlí 2012.

Skólastjóri